154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:17]
Horfa

dómsmálaráðherra (Guðrún Hafsteinsdóttir) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil fá að þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir hennar góðu störf og gott samstarf við vinnslu þessa frumvarps. Markmið frumvarpsins eru skýr í þessum mikilvæga málaflokki. Þau eru, eins og hér hefur komið fram, að samræma okkar löggjöf við löggjöf Norðurlandanna en einnig að taka út úr okkar löggjöf séríslenskar málsmeðferðarreglur. Ég fagna því einnig að komin sé fram heildstæð sýn og stefna í málaflokknum sem ríkisstjórnin sammæltist um hér fyrr í vetur og þetta frumvarp er mikilvægur liður í þeirri stefnu.