154. löggjafarþing — 123. fundur,  14. júní 2024.

útlendingar.

722. mál
[11:22]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér erum við með mál sem hefur að gera með skilvirkni og mannúð, því að í skilvirkni felst nefnilega líka mannúð, og þess vegna tel ég að þetta sé mjög gott mál og skref í rétta átt. Við erum með öll þessi sjónarmið sem hefur verið komið með hingað upp, þau hafa öll verið tekin til skoðunar hjá nefndinni og þetta er niðurstaðan. Ég vonast til þess að við getum verið með breiða sátt um þetta mál hér í þinginu en ég hef ekki mikla trú á því. Hins vegar tel ég að hér sé um gott mál að ræða og þess vegna styð ég það heils hugar.