136. löggjafarþing — 124. fundur,  2. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:23]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Hv. þingmaður. Já, mér finnst fara ágætlega á því, vegna þess að hér er gripið til hálmstráa og formástæðna.

Ég hef óskað eftir því, (Gripið fram í.) hv. þm. Birgir Ármannsson, að eiga samræður við þingmenn Sjálfstæðisflokksins um efnisatriði þessa máls og komast að sameiginlegri niðurstöðu. (Gripið fram í.) Ég hef eindregið óskað eftir því. (Gripið fram í.) Á fyrsta fund nefndarinnar komu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gráir fyrir járnum mótþróa og þannig héldu fundirnir áfram og gengu svo langt í formlegri umfjöllun að orðum var beint að formanni nefndarinnar, sem hv. þingmenn ættu að draga til baka, ósmekkleg umræða. (Gripið fram í.) Ekki var nokkur vilji til að ræða þetta vitsmunalega. Það er hangið í forminu, (Gripið fram í.) hangið eins og hundar ároði og hvert hálmstráið á fætur öðru tínt til. (Forseti hringir.)

Umsagnaraðilar töldu að skammur tími væri til stefnu en þeir lögðust fæstir (Forseti hringir.) efnislega gegn þessum ákvæðum sem nú eru lögð hér fram.

(Forseti (RR): Forseti vill minna hv. þingmenn á að beina máli sínu til forseta en ekki til einstakra þingmanna í salnum.)