139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[16:43]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Árni Þór Sigurðsson nefndi það hér áðan að til greina kæmi að rjúfa aðildarviðræðurnar ef menn rækjust á vegg í þeim viðræðum, en taldi jafnframt að menn hefðu ekki rekist á neinn vegg til þessa. Nú þegar er ljóst að afstaða Evrópusambandsins til innflutnings á lifandi dýrum er allt önnur en afstaða okkar, sem við höfum sett. Það er bara eitt dæmi en það er klárlega veggur. Mig langar að heyra álit formanns utanríkismálanefndar á því.

Einnig langar mig að heyra álit hans á öðru atriði en það varðar fríverslunarsamninga, hvort það sé ekki réttur skilningur hjá þeim sem hér sendur að allir slíkir samningar falli úr gildi ef til aðildar kæmi, þar á meðal samskipti og samningar við nágranna okkar og vini, Færeyinga, til að mynda Hoyvíkur-samningurinn sem og aðrir (Forseti hringir.) samningar sem Evrópusambandið hefur ekki gert við önnur ríki heims.