149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður.

710. mál
[19:45]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Tillaga okkar er sú að það sé nýtt að kerfi sem þegar er til staðar að lágmarki, þegar verið er að taka auðlindagjald af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar okkar, sé þá tekið upp þarna og sér í lagi ef minna fæst fyrir það gjald sem verið er að taka upp í frumvarpinu. Ef einhver hvalreki verður eða eitthvað ófyrirséð gerist, eins og þar stendur, þá skili það sér í meira mæli en gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi til landsmanna og þá til helmings beint til nærsamfélagsins sem hýsir umrædda starfsemi.

Okkur finnst bara mjög eðlilegt að lágmarki að það sé gert þannig.