149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

Seðlabanki Íslands.

790. mál
[19:55]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það eru tveir stórir gallar á þessu frumvarpi. Í fyrsta lagi er það orðsporsáhætta þegar Seðlabankinn fer í eins konar lögregluhlutverk með Fjármálaeftirliti gagnvart fyrirtækjum. Í öðru lagi er það hættan á pólitískum ráðningum seðlabankastjóra og þremur varaseðlabankastjórum. Seðlabankinn þarf að njóta trausts og ramminn sem við setjum um starfsemina þarf að vera skýr. Fjármálaeftirlitið þarf að vera heildstætt og öflugt. Lögin mega ekki bjóða upp á pólitísk áhrif eða hagsmunagæslu flokka og fjármálafyrirtækja eins og stjórnarmeirihlutinn leggur til.

Við í Samfylkingunni erum á móti málinu en við leggjumst ekki gegn breytingartillögu meiri hlutans. Breytingartillögur minni hlutans eru hins vegar kallaðar aftur.