154. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2024.

heimavitjun ljósmæðra.

[13:36]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir þessa fyrirspurn. Hv. þingmaður fer hér yfir heimavitjun ljósmæðra og reglugerð þar að lútandi sem snýr að rammasamningi um heimaþjónustu, að þær sem þurfa að dvelja lengur inni á spítala njóti ekki þessarar þjónustu og eftirfylgdar. Ég verð bara að játa það hér að ég stóð í þeirri meiningu að í kjölfarið á þessum samtölum okkar og þeirri skoðun sem ég lét fara í í kjölfarið þá yrði þessu breytt. Ég þarf bara að fara yfir það mál, af hverju það hefur ekki gengið eftir. Það skal játast hér og nú og er sjálfsagt mál af því að eins og hv. þingmaður veit af fyrri samtölum okkar um þetta mál þá erum við hjartanlega sammála í þessu máli. Mér þykir það miður og það kallar á mína ábyrgð að fara yfir af hverju það hefur ekki gengið eftir og sú breyting orðið sem við vorum ásáttir um á sínum tíma og ég er hjartanlega sammála hv. þingmanni um.