149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

kjararáð.

413. mál
[14:00]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mér finnst svolítið sérstakt að leggja fram tillögu sem varðar einhvern veginn annan hluta af launafyrirkomulaginu en þann sem varðar hv. þingmann sjálfan. Þess vegna greiði ég atkvæði gegn tillögunni. Ég myndi endurskoði þá stöðu ef tillagan fjallaði einnig um hv. þingmann sjálfan, sér í lagi formannsstöðuna og fleira sem mætti endurskoða. En í ljósi þess að breytingartillagan fjallar einungis um ráðherrastöður greiði ég atkvæði gegn henni.