149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

fiskveiðar utan lögsögu Íslands.

776. mál
[16:17]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um stjórn fiskveiða á makríl. Vissulega eru deildar meiningar um hvernig stjórn veiða á makríl er best fyrir komið en við stöndum frammi fyrir hæstaréttardómi og þar kemur m.a. fram að það er ekki löglegt að stjórna veiðunum með reglugerð eins og verið hefur undanfarin sirka 11 ár. Hér er lagaumgjörð og hlutdeildarsetning á makríl og við Vinstri græn gerðum athugasemd við málið eins og það lá fyrir. Við í meiri hlutanum höfum náð góðri samstöðu um að bæta málið, höfum skipt kerfinu upp í tvo flokka, eftir veiðarfærum, þeir sem eru með handfæri og línu eru í öðrum flokknum og þeir sem eru með önnur veiðarfæri í hinum. Við höfum sett girðingu þarna á milli og sett leigupott 4.000 tonn fyrir minni flokkinn, handfæri og línu. Ég tel að ágætlega hafi verið búið um málið svo að það náist meira jafnræði á milli þeirra sem veiða á línu og króka og á úthafsmiðum.