149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

fiskveiðar utan lögsögu Íslands.

776. mál
[16:24]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Þetta var hárrétt athugasemd frá forseta um gildi greinarinnar. Þingið hefur nú látið sér úr greipum ganga tækifæri til að hefja, þótt í smáu væri, sanngjarna gjaldtöku fyrir veiðar en að sjálfsögðu er greinin, eins og hún er núna þar sem er búið að fella allt sem heitir gjaldtaka út úr frumvarpinu, í raun óþörf og svo sem óþarfi annað en að sitja hjá við þá atkvæðagreiðslu.