149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

Seðlabanki Íslands.

790. mál
[19:59]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Um leið og ég lýsi stuðningi við þetta frumvarp og það fyrirkomulag sem hér er lagt til vil ég taka undir það sem hæstv. forsætisráðherra sagði áðan: Dylgjur ákveðinna talsmanna Samfylkingarinnar, bæði í þingsal og eins í blaðaskrifum, um að fyrirkomulag það sem gert er ráð fyrir að sett verði á fót varðandi skipun seðlabankastjóra og varabankastjóra eigi að búa í haginn fyrir einhvers konar pólitíska skiptingu eða pólitískar skipanir, eiga sér enga stoð í veruleikanum. Það er fráleitt og eins og hæstv. forsætisráðherra orðaði það er það þeim sem hafa haft þann málflutning uppi ekki til sóma og ekki til sóma að endurtaka það hvað eftir annað án þess að færa fyrir því nokkur rök.