136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

umræða um dagskrármál.

[11:43]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég ætla að gera athugasemd við fundarstjórn forseta. Ég bar hér upp fyrirspurn til hv. formanns menntamálanefndar og hefði haldið, og það hefur verið venja fram til þessa, að fyrirspyrjandi gæti tekið til máls á nýjan leik eftir fyrirspurn.

Forseti gerði það ekki kleift og hleypti öðrum að í staðinn og ég harma þá fundarstjórn forseta.