136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:14]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Vegna þeirrar umræðu sem hér fór fram vildi ég nefna að bæði hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra hafa verið hér meira og minna í allan dag. Ekki að það sé aðalatriðið heldur hitt að eftir 1. umr. var málinu vísað til sérnefndar um stjórnarskrána og þar fékk málið mjög vandaða meðferð að mínu mati. Haldnir voru ellefu fundir um málið og bæði formaður og varaformaður sérnefndarinnar sitja hér í salnum og reyna að fylgjast vel með þeirri umræðu sem fer fram og taka þátt í henni eftir bestu getu. Ég tel því að ræðumönnum Sjálfstæðisflokksins, hv. þingmönnum, sé mikill sómi sýndur með því.

Það verður að nefna það að (Forseti hringir.) þegar umræðan hefur kannski staðið í nokkra sólarhringa þá er ekkert óeðlilegt að (Forseti hringir.) ýmsir þurfi að sinna öðrum verkefnum en að hlýða á hv. þingmenn. (Forseti hringir.) En við sitjum hér formaður og varaformaður sérnefndarinnar og hlustum.