136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:19]
Horfa

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vildi ítreka það sem ég nefndi áðan að bæði hæstv. forsætisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra hafa verið hér meira og minna í dag og hlýtt á umræðuna. (Gripið fram í.) Þetta kom fram hér áðan. Þeir hafa ekki tekið þátt í umræðunni enda var málinu vísað til sérnefndar og hún ber málið fram við 2. umr., þannig að það liggi fyrir.

Hitt er líka nauðsynlegt að nefna að jafnvel þó að hv. þingmenn séu að deyja úr áhuga og vilji komast að þá er staðan sú að ef menn skrá sig á mælendaskrá núna er líklegt að þeir komist að á miðvikudaginn. Hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið mjög gjarnir á að endurtaka það sem áður hefur komið fram, og vel kann að vera að þessi langa mælendaskrá og talsvert um endurtekningar hafi gert það að verkum að hv. (Forseti hringir.) þingmenn hafi ekki verið eins mikið í salnum og þeir ella (Forseti hringir.) hefðu haft áhuga á. (Gripið fram í.) Öllum spurningum sem fram koma hér í ræðum er svarað. (Gripið fram í: Engum.)