136. löggjafarþing — 125. fundur,  4. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[00:05]
Horfa

Jón Magnússon (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka forseta fyrir mjög góða fundarstjórn að mörgu leyti. Það sem ég hef haft út á hana að setja er það að við hv. þingmenn fáum ekki upplýsingar um það fyrir fram, þ.e. í upphafi þingfundar, með hvaða hætti og hvenær eigi að ljúka þingfundi og ég hefði helst óskað eftir því að við fengjum upplýsingar um það. Við vitum að þingfundur hefst hér í fyrramálið klukkan hálfellefu. Gott væri ef við fengjum upplýsingar um það hvenær meiningin er að ljúka þingfundi á morgun.

Þetta hefur þýðingu fyrir fólk varðandi skipulag á því sem það vill gera og þeim hlutum sem það vill gera í frítíma sínum eða til að sinna fjölskyldu sinni. Þannig að mér finnst miklu skipta að við fáum upplýsingar. Við erum að keyra inn í helgina. Fram undan er pálmasunnudagur.

Ég fer því fram á það við virðulegan forseta að hann geri okkur grein fyrir því með hvaða hætti meiningin sé að haga þinghaldi hér á morgun Við vitum hvenær hann ætlar að ljúka því núna og ég þakka virðulegum forseta fyrir að verða við tilmælum okkar að nokkru. Ég hefði helst viljað (Forseti hringir.) að fundi yrði slitið núna en óska (Forseti hringir.) eftir að fá upplýsingar um hvernig haga á þinghaldi á morgun.