139. löggjafarþing — 125. fundur,  17. maí 2011.

beiðni um opinn nefndarfund.

[14:46]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Mér þykir þetta mál vera ansi mikill stormur í vatnsglasi. Það hefur komið fram að það þarf meiri hluta nefndar til að samþykkja opna fundi. Beiðnin hljóðaði upp á opinn fund og þess vegna var málið sett á dagskrá fyrir fund nefndarinnar á morgun til að taka þessa beiðni fyrir undir liðnum um önnur mál. Það er mjög jákvætt tekið í beiðnina en til að uppfylla þingsköp sem við viljum öll gera þarf að taka erindið fyrir á fundi nefndarinnar. Meiri hluti nefndarmanna þarf að samþykkja opna fundi eins og allir þingmenn ættu að vita.