149. löggjafarþing — 125. fundur,  19. júní 2019.

varamenn taka þingsæti.

[16:22]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að Sigríður Á. Andersen, 1. þm. Reykv. s., geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Einnig hefur borist bréf frá varaformanni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, 7. þm. Norðaust., geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Í dag, miðvikudaginn 19. júní, taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þær 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Hildur Sverrisdóttir, og 3. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í kjördæminu, Óli Halldórsson, en varamenn ofar á lista hafa boðað forföll. Þau hafa bæði áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.