149. löggjafarþing — 125. fundur,  19. júní 2019.

aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.

957. mál
[16:40]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér erum við að fara að greiða atkvæði um aðgerðaáætlun sem er mjög mikilvæg fyrir öryggi allra matvæla og vernd búfjárstofna og lýðheilsu í landinu. Mig langar til að nota tækifærið til að þakka hv. atvinnuveganefnd fyrir mikla vinnu að málinu og öllum þeim öðrum sem komu að því á ýmsum stigum. Ég þekki töluvert þá vinnu sem þar fór fram og ég tel afskaplega mikilvægt að þessar aðgerðir eru nú komnar í sérstaka þingsályktun sem gefa þeim allt annað vægi en ef þær væru í greinargerð eða nefndaráliti eins og upphaflega var lagt upp með. Ég fagna þessum áfanga sérstaklega.