136. löggjafarþing — 125. fundur,  3. apr. 2009.

orð þingmanns í utandagskrárumræðu – umræða um dagskrármál – fundur í umhverfisnefnd.

[14:17]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S):

Hæstv. forseti. Ég fagna því vissulega að hv. þm. Álfheiður Ingadóttir hafi dregið orð sín til baka (ÁI: … dregið orð …) og staðfest að hún hafi ekki átt við sjálfstæðismenn þegar hún talaði um það hverjir hefðu verið á vaktinni. Ég fagna því og batnandi manni er best að lifa. Ég er ánægður með það en engu að síður ætti enginn að vera hissa á því að ég skildi hv. þingmann með þeim hætti sem ég gerði vegna þess að ekki er svo sjaldan talað um að einhver hafi verið á vaktinni og að sjálfstæðismenn ættu að taka allar vaktir. Sjálfstæðismenn eiga að standa vaktina jafnt dag sem nótt síðustu 18 árin og líka núna til að aðstoða núverandi stjórnvöld til að koma einhverju í verk. (Gripið fram í: Menn sem kunna ekki að …) Sjálfstæðismenn eru reiðubúnir til að standa (Forseti hringir.) vaktina og hafa gert það en ég fagna því að þingmaðurinn skuli hafa dregið orð sín til baka. (Gripið fram í: Það er enginn hér …)