144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

tekjuskattur o.fl.

356. mál
[21:19]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ofan á það sem áður er sagt bætist það sem hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir benti á, að nú stendur yfir fundur þingflokksformanna með forseta þingsins, aðalforseta þingsins, hinum kjörna forseta þingsins. Samt á að halda áfram að ræða málin hér, það mál sem hér er í miðjum klíðum og svo önnur mál á eftir. Staðan er samt sú að á morgun á þingfundur að hefjast, var það ekki um hádegi? Áður en hann fer fram eiga menn að hafa undirbúið sig fyrir hann og þetta lýsir ekki beinlínis samningsvilja eða sáttarhug af hálfu stjórnarmeirihlutans og ekki mikilli ráðsnilli af hálfu forsetans sjálfs. Síðan er það þannig að við fundarstjórn ber mönnum að hafa hlutina eins og þeir hefðu átt að vera og ekki eins og þeir voru í skynjuninni. (Forseti hringir.) Það er háttur góðra fundarstjóra að hafa það á hreinu.