149. löggjafarþing — 125. fundur,  19. júní 2019.

taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður.

710. mál
[16:30]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Fljótlega við vinnu þessa ágæta máls komst hv. atvinnuveganefnd að þeirri niðurstöðu í samráði við fleiri að skynsamlegt væri að fara í heildarendurskoðun á öllum gjaldtökumálum er að fiskeldinu snúa. Hún er lögð til í þessu frumvarpi. Hins vegar er lagt til að þann tíma sem gefinn er til að fara í þá heildarendurskoðun muni frumvarpið engu síður taka gildi og gjaldtaka hefjast eftir því. Það er forskrift að endurskoðuninni sem falin er í frumvarpinu, þ.e. sérstaklega er tekið tillit til ýmissa þátta sem margir hafa minnst hér á, m.a. hv. þingmenn minni hlutans, tekjuskiptingar ríkis og sveitarfélaga, hvernig best verði stuðlað að umhverfisvænum rekstri o.s.frv.