140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

samgönguáætlun 2011--2022.

393. mál
[12:54]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég styð þessa áætlun en ég ítreka og tek undir orð hv. formanns fjárlaganefndar að það eru fjárlögin sem ráða og geta ríkisins til að standa undir þessum fyrirætlunum. Ég vara enn og aftur við þeirri hugsun að tengja vegáætlun og samgönguáætlun við veiðigjaldið svokallaða. Ég ítreka áhyggjur mínar af því að með því hvernig hér var staðið að ákvörðun um Vaðlaheiðargöng sé búið að grafa undan því fyrirkomulagi sem hér er verið að staðfesta að eigi að gilda. Vegna þess hvernig við tókum á Vaðlaheiðargangamálinu getum við átt von á því í náinni framtíð að sjá fleiri svoleiðis uppákomur, því miður. Þess vegna hefði verið betra að koma því verkefni í sama farveg og öðrum verkefnum og inn í samgönguáætlun. Þá hefði verið betur um það búið og miklu tryggilegar en gert var.