154. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2024.

gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli.

[11:03]
Horfa

Þorgrímur Sigmundsson (M):

Herra forseti. Mig langar að beina fyrirspurn til hæstv. iðnaðarráðherra. Nú er svo komið að ef til að mynda Þingeyingar eða íbúar Austfjarða þurfa að komast til Reykjavíkur þurfa þeir að byrja á því að ferðast til Akureyrar og Egilsstaða og kaupa þaðan flugferð sem kostar jafnvel meira en til Parísar frá Keflavík. Það er veruleikinn. Ekki er í það minnsta hægt að fljúga frá Húsavík, stjórnvöld hafa séð til þess með áhugaleysi sínu. En nú á líka að refsa okkur fyrir að þurfa að aka á flugvöllinn með því að rukka okkur fyrir að fá að geyma bílinn á malarstæði á meðan við skreppum í nauðsynlega ferð til Reykjavíkur þar sem stjórnsýslunni og annarri grunnþjónustu hefur verið þjappað hraustlega saman. Ég spyr því hæstv. ráðherra hvort ekki sé komið nóg af steinum sem lagðir eru í götu landsbyggðarfólks sem sækja þarf stóran hluta af grunnþjónustu til höfuðborgar allra landsmanna. Ef ekki, hvenær er þá komið nóg? Eða vill ráðherra að við hjólum til Egilsstaða, göngum til Akureyrar eða tökum kannski bara borgarlínuna?