149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

dýrasjúkdómar o.fl.

766. mál
[00:07]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um afnám frystiskyldu á fersku, innfluttu kjöti og er það í kjölfar tveggja dóma sem hafa fallið í þessu máli. Við þeirri stöðu er verið að bregðast með þessu frumvarpi og verður nú matvælalöggjöfin komin í takt við það sem íslensk stjórnvöld skuldbundu sig til að gera fyrir hartnær 12 árum, en þó með því fororði að þau matvæli sem flutt eru til landsins skuli fara eftir þeim kröfum sem við setjum á innlend matvæli með tilliti til matvælaöryggis. Ísland ætlar að vera í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis innan ramma alþjóðlegra skuldbindinga og á grundvelli lýðheilsusjónarmiða og munu íslensk stjórnvöld stefna að því að koma í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríu.

Ég tel rétt að við greiðum þessu máli atkvæði okkar.