154. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2024.

aðgerðir til að tryggja umferðaröryggi .

[10:52]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég hækist um hér og það er eiginlega bara hrein heppni að ég get staðið í þessu ræðupúlti. Ég var heppinn í umferðarslysi. Það gildir ekki um alla aðra. Ég verð bara að segja alveg eins og er að það er ófært að við skulum vera með vegakerfi — og það hefur verið vitað í mörg ár — sem er gjörsamlega ónýtt, það hefur ekkert verið gert. Og að koma svo og afsaka sig á því, taka samgönguáætlun úr gildi, stinga hausnum í sandinn — annaðhvort þarf hæstv. ráðherra að grípa til aðgerða og það strax og sjá til þess að vegfarendur þurfi ekki að óttast um líf sitt þegar þeir ferðast landshluta á milli eða hún þarf að segja af sér. Ríkisstjórnin þarf að segja af sér vegna þess að þau deila innbyrðis, þau geta einfaldlega ekki séð til þess að vegakerfið sé byggt upp þannig að það sé öruggt.