154. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2024.

vantraust á matvælaráðherra.

1162. mál
[11:23]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Tekið er fyrir 2. dagskrármálið, vantraust á matvælaráðherra, þingsályktunartillaga, 1162. mál á þskj. 1916. Tillögunni var útbýtt þann 18. júní en forseti lítur svo á að samþykki sé fyrir því að taka tillöguna fyrir á þessum fundi.

Samkomulag er milli þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar. Ræðutími hvers þingflokks getur skipst milli þingmanna hans. Andsvör eru ekki leyfð. Atkvæðagreiðsla fer síðan fram að lokinni umræðu.