150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[15:35]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þá kemur tækifærið, ég ætlaði einmitt að spyrja um svipað mál. Það eru köldu svæðin sem hv. þingmaður minntist á í ræðu sinni. Þegar ég var í heimsókn hjá Orkubúi Vestfjarða fyrir nokkru var þar einmitt verið að fjalla um verkefni sem gæti bætt aðgengi þess kalda svæðis fyrir 200 milljónir. Það væri það sem þyrfti, miðað við greininguna þar, til að ná niður á jarðvarma og fara á fullt í þá átt að hætta að líta á svæðið sem kalt svæði, einungis 200 milljónir þegar allt kemur til alls. Ávinningurinn á móti niðurgreiðslu og ýmsu svoleiðis, sem er á köldu svæði, jöfnun á raforkuflutningi og ýmsu svoleiðis, ætti auðveldlega að dekka það. (Forseti hringir.) Af hverju er ekkert að gerast?