150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[16:30]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þetta er nú svolítið furðuleg uppákoma, að svona skuli gerast aftur og aftur í þinginu varðandi jafn einfaldan hlut. Ég get ekki skilið að ekki skuli vera hægt að boða alla nefndarmenn, hvort sem er áheyrnarfulltrúa eða aðalmenn, á fundi nefnda. Í þessu tilfelli held ég að ekki sé á nokkurn hátt hægt að segja að það hafi gleymst, það var ekki mikill vandi að finna viðkomandi þingmann í þingsalnum. Það hefði alveg verið hægt að pikka í hann og benda honum á þetta. En þetta eru vinnubrögð sem eru óskiljanleg og virðast gerast aftur og aftur. Ég spyr: Hvernig ósköpunum ætlum við að auka virðingu þingsins ef við ætlum að haga okkur svona aftur og aftur og gera svo barnalega og kjánalega vitleysu að boða ekki alla nefndarmenn á fundi?