136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:17]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Herra forseti. Mér finnst miður að forseti hafi ekki viljað fallast á ósk mína um að breyta röðun. Tillaga mín var að breyta röðun á dagskránni og því vil ég leggja það til að við slítum einfaldlega fundi og að boðað verði til nýs fundar þá þegar með eftirfarandi dagskrá:

1. Helguvík.

2. Hagsmunir Íslands í loftslagsmálum.

3. Veiðar á hrefnu og langreyði.

4. Stjórnarskráin.

Stjórnarskráin verður að sjálfsögðu á dagskrá og við ræðum hana þá einfaldlega síðar í dag þegar við höfum afgreitt þessi brýnu mál.

Ég vísa til 2. mgr. 63. gr. þingskapalaga og legg tillöguna fram til hæstv. forseta og geri ráð fyrir að hún verði tekin fyrir í atkvæðagreiðslunni hér á eftir.