136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[15:09]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Eins og forseti nefndi strax í upphafi þegar ósk kom fram um að hafa hlé meðan á beinni sjónvarpsútsendingu stendur þá vill forseti fá að meta það aðeins fram eftir degi hvernig umræður ganga í dag. En þess ber að geta að gert er ráð fyrir kvöldverðarhléi á milli klukkan 7 og 8 vegna nefndafunda og ég tel rétt að það hlé verði skoðað með tilliti til nefndafundanna og þeirra óska sem hér liggja frammi.