136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

röð mála á dagskrá o.fl.

[11:35]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Nú er rúmur klukkutími liðinn frá því að þessi þingfundur hófst og enn er annað dagskrármálið ekki komið á dagskrá, um stjórnarskipunarlög. (Gripið fram í.) Við erum ekki komin í annan dagskrárlið. Við erum enn, eftir klukkutíma, að ræða fyrsta dagskrármálið, Störf þingsins.

Fram hefur komið dagskrártillaga og forseti hyggst hafa sama hátt á og í gær þegar sams konar tillaga kom fram. Forseti leggur til að gefið verði svigrúm til að þingflokksformenn geti hist og farið yfir stöðu mála og komi til atkvæðagreiðslu. Verður þá gefið svigrúm til þess að þingmenn komi til að greiða atkvæði, ef til þess kemur.