136. löggjafarþing — 128. fundur,  7. apr. 2009.

úrskurður forseta um dagskrártillögu.

[13:55]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Forseti lýsti því hér yfir á forsetastóli að hann hefði boðað þingflokksformenn til fundar við sig og hefði verið að reyna að leita sátta. Ég verð að lýsa þeirri upplifun minni af þeim fundi að þar var ekki reynt að leita sátta heldur lýsti og tilkynnti forseti þar með hvaða hætti hann ætlaði að kveða upp úrskurð hér og hann hefur nú þegar gert það. Það er ekki í mínum huga, hæstv. forseti, að leita sátta þannig að ég verð þá að fá einhverja aðra túlkun á því hugtaki ef það á að vera.

Ég ítreka þá ósk okkar sjálfstæðismanna að hér verði hægt að ræða greiðsluaðlögum fasteignakrafna á íbúðarhúsnæði. Það er mál sem liggur á hér í samfélaginu. Það skiptir margar fjölskyldur mjög miklu að þetta mál verði klárað hér í þinginu og það er mér fullkomlega óskiljanlegt hvers vegna forseti móast við að taka það mál á dagskrá.