149. löggjafarþing — 129. fundur,  20. júní 2019.

framkvæmd embætta sýslumanna á lögum um aðför og lögum um nauðungarsölu.

995. mál
[13:10]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta eru einkar áhugaverðar umræður, sér í lagi frá stjórnarmeirihluta sem vill gera mikið úr samstarfi við þingið en kemur stöðugt hingað og kvartar yfir fyrirspurnum og skýrslubeiðnum, segir þær orðnar of margar en hefur ekki boðið upp á neinar lausnir og er ekki með neinar hugmyndir um hvernig eigi að greiða úr málunum heldur mætir hingað aðallega til að kveinka sér undan helst fyrirspurnum Pírata.