150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[15:27]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ég er hræddur um að sigurræða hafi þetta ekki verið hjá mér áðan. Mér finnst málið enn alveg hábölvað, það sem snýr að borgarlínunni, en einhverjar varnir settar upp, vona ég, fyrir hönd ríkissjóðs og hvað skipulagsmál varðar.

En mig langar til að spyrja hv. þm. Jón Steindór Valdimarsson. Hann talaði um það undir lok ræðu sinnar að framhaldsnefndarálitið og það samtal sem átti sér stað milli Miðflokks og stjórnarflokka myndi litlu skila því að þetta lægi allt saman býsna skýrt fyrir í samningnum eða samkomulaginu. Lítur hv. þingmaður svo á að samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, sem var undirritaður 26. september 2019, sé bindandi samningur?