150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

446. mál
[10:59]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Mér finnst mikilvægt að taka undir orð hv. formanns velferðarnefndar. Við erum að greiða atkvæði um lagafrumvarp um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga þar sem ekki var haft samráð við Persónuvernd. Það er alveg galið. Að sögn Persónuverndar fékk stofnunin reyndar einhvers konar skriflega tilkynningu um að eitthvert frumvarp væri í samráðsgáttinni en ekkert samband og samráð var haft við Persónuvernd á fyrri stigum þegar var verið að skrifa frumvarpið. Það er ekki í lagi, forseti. Þetta er að gerast trekk í trekk eins og ég sagði áðan. Við erum að fá mikilvæg frumvörp til velferðarnefndar þar sem ekki hefur verið gert mat á áhrifum á persónuvernd og þetta er á svig við þau lög sem við höfum sett okkur hér á Alþingi.