Bráðabirgðaútgáfa.
153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hafa bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 206, um börn í fóstri, frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, og á þskj. 217, um fósturbörn, frá Evu Sjöfn Helgadóttur. Einnig hafa borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 171, um læknaskort, og þskj. 182, um framlag Krabbameinsfélagsins til nýrrar dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga, frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, á þskj. 172, um endurgreiðslu flugferða vegna heilbrigðisþjónustu innan lands, frá Ingibjörgu Isaksen, og að lokum á þskj. 174, um ávísun fráhvarfslyfja, og á þskj. 186, um dánaraðstoð, frá Bryndísi Haraldsdóttur.