Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

breyting á lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda.

18. mál
[19:01]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og hér hefur komið fram þá er þetta frumvarp sem þingflokkur Vinstri grænna stendur að. Mér líst vel á þetta mál svo langt sem það nær en það er algerlega augljóst að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að bæta afkomu ríkissjóðs og sporna gegn þenslu þannig að ég held að það fari vel á því að þetta yrði samþykkt núna áður en næsta fjárlagaár hefst og er það í samræmi við góðar lagasetningarvenju að þetta mál fylgi tekjubandorminum. Þá mun a.m.k. ekki standa á mér að leggja fram slíka tillögu og ég vonast eftir breiðum stuðningi frá þingmönnum Vinstri grænna þegar þar að kemur.