Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 13. fundur,  12. okt. 2022.

breyting á lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda.

18. mál
[18:59]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er besta mál svo langt sem það nær þótt það geti ekki komið í staðinn fyrir afgerandi breytingar á skattalögum til að jafna skattbyrði launatekna og fjármagnstekna. Ég velti fyrir mér hvort ekki sé hreinlegast, ef það er pólitískur vilji hjá stjórnarmeirihlutanum til að ráðast í þessar breytingar sem hér er mælt fyrir, að þetta frumvarp verði afgreitt sem allra fyrst og þá ekki seinna en einhvern tímann í desember eða þá að þetta komi inn sem breytingartillaga frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar þegar fjárlagabandormur ríkisstjórnarinnar verður afgreiddur.