136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

mál á dagskrá, lengd þingfundar o.fl.

[10:04]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti ákvað að sleppa þessum dagskrárlið í von um að við gætum drifið áfram störf þingsins. Það er auðvitað kominn sá tími að við þurfum að fara að ljúka þinginu og það er mikilvægt að koma þeim málum sem hér hafa verið til umræðu áfram.

Ég vil líka upplýsa að forseti mun hitta formenn þingflokkanna í hádegishléi og ræða fundahöldin í dag og reyna að ná samkomulagi um það hvernig við förum með mál þannig að við getum farið að ljúka þessu vetrarþingi.