136. löggjafarþing — 130. fundur,  8. apr. 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[11:31]
Horfa

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Ásta Möller fjallaði í andsvari við hv. þm. Lúðvík Bergvinsson um það hvernig þessi umræða væri að ná í gegn og það er akkúrat það sem er að gerast. En spurning mín til þingmannsins er — þar sem hv. þm. Ásta Möller las svolítið upp úr fjölmiðlunum og fór yfir þau skrif sem verið hafa — hvort fjölmiðlarnir hafi að mati þingmannsins útskýrt hlutina nógu vel fyrir þjóðinni. Hefur verið tekin alvörugreining á málinu í ríkisfjölmiðlunum til dæmis? Hefur það verið gert nógsamlega til að þjóðin hafi fengið á hlutlausan hátt skýringu á þeim málum sem hér um ræðir? Ég held nefnilega að svo sé ekki. Mig langar að spyrja þingmanninn um þetta. En núna er það rétt að þetta er að ná í gegn. Það er að byrja að fara í gegn. Ég held að fjölmiðlarnir þurfi að gera betur og meira, setja á dagskrá almennilegan fréttaskýringaþátt þar sem farið er yfir málið.