139. löggjafarþing — 130. fundur,  19. maí 2011.

Byggðastofnun.

721. mál
[11:09]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með þessu frumvarpi er lagt til að stjórnarmönnum í Byggðastofnun verði fækkað úr sjö í fimm í hagræðingarskyni auk þess sem verið er að færa fjöldann til þess takts sem þetta Alþingi hefur ákveðið um stjórnir annarra stofnana og sömuleiðis í bankastarfsemi. Ég tel skipta miklu máli að þessi breyting verði að lögum og tel að hún muni færa Byggðastofnun nær því sem gengur og gerist hjá öðrum stofnunum og sömuleiðis fjármálafyrirtækjum.