150. löggjafarþing — 130. fundur,  29. júní 2020.

lyfjalög.

390. mál
[21:32]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði um breytingartillögu við lyfjalög. Breytingartillagan felur í sér að fallið er frá áskilnaði um tilnefningar í lyfjanefnd Landspítalans. Þetta er skynsamlegt en eðlilega mun ráðherra leita ábendinga til lykilstofnana sinna og eðli málsins samkvæmt mun ráðherra leita til Landspítala enda munu ákvarðanir nefndarinnar oftast varða spítalann. Þar sem um nefnd fyrir allt landið er að ræða getur ráðherra leitað annað, t.d. til Sjúkrahússins á Akureyri eða annarra stofnana. Þetta er góð breyting.

Ég segi já.