150. löggjafarþing — 130. fundur,  29. júní 2020.

pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og ríkisábyrgðir .

944. mál
[21:56]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætlaði að spyrja um eitt ákveðið atriði varðandi þessar pakkaferðir og greiðslur úr sjóðnum sem ég hef áhuga á að fá upplýsingar um. Nú háttar þannig til samkvæmt frumvarpinu að ferðamaður getur sótt um þessar endurgreiðslur og skipuleggjandi, sýndist mér, getur einnig fengið endurgreitt úr sjóðnum.

Það sem ég hef áhuga á að fá að vita og upplýsingar um er hvernig er með kreditkortafyrirtæki. Ábyrgð kreditkortafyrirtækja er nú á mörgum svona ferðum ansi mikil og ef greitt er með kreditkorti þá er oft hægt að krefjast greiðslna af fyrirtækinu sjálfu, þ.e. kreditkortafyrirtækinu. Hvernig er samspil ábyrgðar þessa sjóðs varðandi kreditkortafyrirtæki? Er verið að færa ábyrgðina af fyrirtækjum yfir á þennan sjóð? Eða hvernig má skilja þetta?