150. löggjafarþing — 130. fundur,  29. júní 2020.

ávana- og fíkniefni.

23. mál
[23:46]
Horfa

Frsm. minni hluta velfn. (Halldóra Mogensen) (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka þessi svör. Hv. þingmaður segir að hún myndi styðja þingsályktunartillögu sem fæli heilbrigðisráðherra að koma með frumvarp. Í ljósi þess langar mig þá að spyrja hvort hún, verandi þingmaður í meiri hluta, viti eða geti útskýrt fyrir mér hvers vegna tillögunni var hafnað. Hvers vegna telur hv. þingmaður að þeirri tillögu hafi verið hafnað að breyta þessu frumvarpi okkar Pírata í þingsályktunartillögu þar sem heilbrigðisráðherra væri falið að koma með frumvarp?

Þetta er stutt spurning af því að ég hef ekki fengið nein góð svör við því. Ég skil raunverulega ekki hvers vegna niðurstaðan er þessi í staðinn fyrir að fara þá leið, ef það er raunverulegur vilji meiri hlutans og hæstv. heilbrigðisráðherra að koma með frumvarp, að breyta þessu í þingsályktunartillögu. Þá hefði öll þessi vinna sem verið er að biðja um í þessari frávísunartillögu getað átt sér stað.