150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

almannatryggingar.

135. mál
[00:55]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er sjálfsagt að svara þessari fyrirspurn ágætrar hv. þingkonu Ingu Sæland. Það kemur auðvitað í ljós að það er mikilvægt að fá botn í þessi mál. Ég heyrði hvað þið voruð að segja í ræðum ykkar áðan og ég hef heyrt þessar umræður líka í velferðarnefndinni. Þess vegna er mikilvægt að það verði ekki fjármálaráðherra sem ákveði einn og sér heldur sé því vísað til félags- og barnamálaráðherra að hann skipi starfshóp til að fara yfir hvernig auka megi skýrleika og fyrirsjáanleika í þróun fjárhæða samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar. Ég er ekki lögfræðingur þannig að ég ætla að láta þessa nefnd um það. Ég vona að með því að þessi starfshópur verði skipaður muni fást rétt skýring og framkvæmd á þessari grein.