154. löggjafarþing — 130. fundur,  22. júní 2024.

fjáraukalög 2024.

1078. mál
[11:42]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að það skipti voða litlu máli hversu oft þingmenn ætla að koma hér upp í dag, eða hafa reyndar gert á undanförnum mánuðum en aðallega í dag, til að reyna að gjörbreyta einhverri mynd af öllu þinginu í vetur. Fjáraukinn sem hér er lagður fram — og við fórum fram með verulega stóran varasjóð en síðan fór að gjósa í Grindavík — þessi fjárauki sýnir að ríkisstjórninni var algerlega alvara með það að hún ætlaði að styðja við kjarasamninga og getur gert það. En við þurftum að nýta þann varasjóð sem við höfðum tekið til hliðar, m.a. í þessar aðgerðir, til að grípa til verulegra aðgerða í Grindavík. Við erum líka með fjárauka seinna í dag til að klára þau mál svo að við getum fjármagnað þær framkvæmdir. Það var mikilvægt. Og mikilvægast af öllu fyrir ríkisstjórnina, fyrir þjóðina, fyrir landið allt var að ná því að styðja við fjögurra ára kjarasamninga og það tókst. Og þessi fjárauki sem hér er, hann uppfyllir þau skilyrði.