139. löggjafarþing — 130. fundur,  19. maí 2011.

vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

707. mál
[11:21]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég sá mér ekki fært að tala í málinu í gær en ég var með fyrirvara á nefndarálitinu. Hér er lagt til að það séu almennar veiðar á hreindýrum innan og utan eignarjarða. Þá er það annaðhvort allt eða ekkert í því efni og ég efast um að þetta standist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þar sem ekki komu alvarleg andmæli frá landeigendum með þetta fyrirkomulag tel ég að almenn ánægja ríki um málið og þess vegna ætla ég að greiða því atkvæði mitt.