150. löggjafarþing — 130. fundur,  29. júní 2020.

fjáraukalög 2020.

841. mál
[21:48]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Miðflokkurinn hefur stutt flestar tillögur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum er snúa að því að lágmarka það tjón sem veirufaraldurinn hefur valdið. Ríkisstjórnin hefur að sama skapi hafnað öllum tillögum Miðflokksins og stjórnarandstöðunnar sem sýnir tilgangsleysið við að leggja fram tillögur. Fögur orð um samráð eru sýndarmennska. Úrræði ríkisstjórnarinnar koma seint og illa til framkvæmda. Á meðan hefur dýrmætur tími og verðmæti tapast. Frumvarpið tekur ekki á versnandi atvinnuhorfum. Í nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir að atvinnuleysi verði að jafnaði 8,2% á árinu 2020. Gangi spáin eftir er um að ræða mesta atvinnuleysi sem nokkru sinni hefur mælst innan árs í lýðveldissögunni. Enn er mikil óvissa um framhaldið. Stóra verkefnið er fjölgun starfa. Þar er ríkisstjórnin úrræðalaus.

Miðflokkurinn greiðir ekki atkvæði.