150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

almannatryggingar.

135. mál
[00:53]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni ekki fyrir þessa frávísunartillögu. Ég skil hreinlega ekki frávísunartillöguna. Ég einfaldlega skil hana ekki og ég bið hv. þingmann að skýra hana pínulítið betur fyrir mér. Ef við erum að tala um sömu lagagreinina, sem er gildandi réttur hér, þá er það val í rauninni. Við ætlumst bara til að fjármálaráðherra sé ekki í sjálfsvald sett hvernig hann stýrir þessari árlegu leiðréttingu til almannatryggingaþega. Reglan er skýr, hún á að fylgja launaþróun nema ef neysluvísitalan er hærri. Það er nú á hverju ári sem allt slíkt kemur upp á borðið. Við eigum nóga snillinga sem hafa reiknað það út fyrir okkur, hvort sem það er Hagstofa Íslands eða aðrir. Þannig að ég spyr aftur: Hvað á þetta að þýða, hv. þingmaður?