150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

almannatryggingar.

135. mál
[00:58]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspurnina. Þessi hópur er auðvitað settur á laggirnar til að meta þetta og skýra það sem hv. þingmaður biður mig um að gera. Ég hef bara hvorki upplýsingar um það hér né get svarað því hvernig þetta mun koma út. Umræður um þetta mál í nefndinni voru ágætar, eins og þingmaðurinn lýsti. Það lá líka fyrir að það væri ekkert víst að þetta hefði kostnað í för með sér núna. Þess vegna er líka mjög gott, þar sem áhöld eru um túlkun á þessari grein, að niðurstaða fáist í það.